18 gráður og heiðskírt í Reykjavík á morgun

Sól og sumar á Austurvelli.
Sól og sumar á Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hiti fór hæst í 19,4 gráður á Húsafelli í dag. Næsthæstur varð hiti á Blönduósi, þar sem hiti fór í 18,6 gráður. Kaldast var á Gagnheiði, en þar var 0,8 gráðu frost í nótt.

Búast má við nokkrum hlýindum um landið sunnanvert á morgun, því allt að 18 gráðu hita, fimm metrum á sekúndu er spáð um þrjúleytið á morgun í Reykjavík.

Veðurvefur mbl.is

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:

Austan og norðaustan 8-13 m/s, en heldur hægari suðvestantil. Bjartviðri V- og NV-lands, en skýjað og dálítil súld eða rigning með köflum um landið austanvert.

Vaxandi norðaustanátt á morgun, 15-20 m/s við suðausturströndina síðdegis og rigning og víða hvassir vindstrengir við fjöll. Norðaustan 10-18 m/s í öðrum landshlutum annað kvöld, hvassast norðvestantil. Áfram bjart vestanlands, en dálítil væta norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á V-landi, en 6 til 10 stig við A-ströndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert