Gekk á Vigdísi Finnbogadóttur

Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson vakti mikla lukku við Arnarhól þegar hann flutti frumsamið lag til Vigdísar Finnbogadóttur. Þar fóru fram hátíðarhöld í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að Vig­dís var kjör­in for­seti Íslands.

Frétt mbl.is: „Ég mun fylgjast vel með þér“

Már er blindur, en hann kynntist Vigdísi fyrst þegar hann spilaði á tónleikum í Blindrafélaginu og náðu þau vel saman þrátt fyrir örlitla byrjunarörðugleika. Þannig gekk hann beint á hana eftir tónleikana, en hún tók árekstrinum þó vel. Már byrjaði að spila tónlist í blindrafélagi Lúxemborgar, þar sem hann var áður búsettur, en hann hóf píanóleik af alvöru um níu ára aldur. Hann stundar nú lagasmíðar af kappi og segir þær krefjast mikillar vinnu og hugsunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert