Faðir Dorritt Moussaieff látinn

Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.
Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Styrmir Kári

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ræðu við útför tengdaföður síns, Shlomo Moussaieff, sem fram fór síðdegis í hæðum Jerúsalem að viðstaddri fjölskyldu, ættingjum og fjölda vina.

Shlomo andaðist í gærkvöldi og var jarðsettur í dag samkvæmt helgisiðum gyðinga. Þetta kemur fram á vef forseta Íslands.

Shlomo Moussaieff fæddist árið 1925. Hann var næstelstur 12 barna og áttu hann og kona hans þrjár dætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert