Íbúðir og verslanir á RÚV-reitnum

Horft yfir skipulagssvæðið til suðurs
Horft yfir skipulagssvæðið til suðurs Ljósmynd/Arkþing

Tillaga arkitektastofunnar Arkþings varð hlutskörpust í samkeppni um byggð á RÚV-reitnum svokallaða. Úrslitin tilkynnti Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri á móttöku í Ráðhúsinu í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg er gert ráð fyrir fjölbreyttri og blandaðri byggð á 59.000 fermetra svæði með séreigna-og leiguíbúðum. Þannig á að endurskipuleggja svæðið með þéttingu og gæði byggðar að leiðarljósi.

Frétt mbl.is: Blönduð byggð rís við Útvarpshúsið

Um lokaða hugmyndasamkeppni með forvali var að ræða, en fimm teymi eða aðilar voru valin til að skila inn tillögum. Tillaga Arkþings gerir ráð fyrir að lóðinni sé skipt upp í tvo meginreiti. Annar þeirra samanstandi af íbúðum og minni verslunar- og þjónustueiningum. Þá segir að í tillögunni sé unnið með stöllun húsa, þannig að byggðin hafi ásýnd stakra húsa með þakgörðum og svölum.

Á síðari reitnum er byggðin brotin upp í aðgreindar byggingar með lágreistum tengibyggingum á suðurhluta og stakstæðar byggingar á norðurhluta. Segir í umsögn dómnefndar að höfundar vinni með grunnform húss Ríkisútvarpsins auk þess að opna á milli bygginga fyrir sýn að húsinu og tryggi því þannig áframhaldandi sess í umhverfi sínu. Þá segir að flæði um lóðina sé vel leyst og og gott aðgengi gegnum hana fyrir hjólandi, gangandi og akandi umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert