Næstum 20 stiga hiti í dag

Sumar og sól. Mynd úr safni.
Sumar og sól. Mynd úr safni. mbl.is/Styrmir Kári

Hiti fór hæst í 19,7 gráður á Geldinganesi í Reykjavík í dag. Næsthæstur hiti var á Reykjavíkurflugvelli, 19,4 gráður og loks mældust 18,7 gráður við Korpu.

Veðurvefur mbl.is

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:

Norðaustan 15-23 m/s og rigning við SA-ströndina og víða hvassir vindstrengir við fjöll. Annars 10-20 m/s. Rignir víða um land í kvöld og nótt, en þurrt að kalla NV-til framan undir morgun.

Norðaustan 10-18 á morgun og rigning, hvassast norðvestantil, en austan 5-10 sunnan- og austanlands og úrkomuminna. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Hiti 8 til 16 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert