Engin mælanleg merki um eldgos

Skjáskot af vef Veðurstofunnar.

Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg heldur áfram. Ekki eru nein mælanleg merki um eldsumbrot en vegna aukinnar skjálftavirkni á svæðinu hefur Veðurstofa Íslands ákveðið í samráði við vísindamenn og Almannavarnir að breyta litakóða fyrir flug úr grænum í gulan fyrir eldstöðina Eldey sem er um 15 km norð-austur af Gerifuglaskeri.

Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands, vedur.is

Frétt mbl.is: Jarðskjálftarnir í beinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert