Leggja áherslu á börn og ungmenni

Börn úr leikskólanum Tjarnarborg og stúlkur úr fjórða flokki Vals.
Börn úr leikskólanum Tjarnarborg og stúlkur úr fjórða flokki Vals. KRISTINN INGVARSSON

„Þetta gekk allt saman mjög vel í morgun, veðurguðirnir drottnuðu yfir okkur,“ segir Torfi Leósson skipuleggjandi Sri Chinmoy Friðarhlaupsins.

Hlaupið var sett í morgun með táknrænni athöfn við Tjörnina í Reykjavík. Það var borgarstjóri sem setti hlaupið og hljóp fyrsta sprettinn ásamt krökkum úr leikskólanum Tjarnarborg, stúlkum úr fjórða flokki Vals og alþjóðlega Friðarhlaupsliðinu. Hlaupið var í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.

Setningarathöfn Friðarhlaupsins.
Setningarathöfn Friðarhlaupsins. KRISTINN INGVARSSON

Dagskráin á morgun er að hlaupa út af höfuðborgarsvæðinu og enda í Grindavík. Hlaupið verður meðfram strandlengjunni suðurleiðin um landið. Alþjóðlega hlaupaliðið mun hlaupa alla leiðina en hlaupið er í boðhlaupi. Leiðin er um 2700 kílómetrar og mun hver hlaupari því hlaupa 10 til 20 kílómetra að meðaltali á dag og stendur hlaupið yfir frá 1.- 24. júlí. 

Torfi býst við góðri þátttöku og segir marga þekkja hlaupið þar sem að þetta er í tíunda skiptið sem það er haldið. Öllum gefst færi á að taka þátt en sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og ungmenna.

Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og meinningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil sem berst manna á milli.

Fyrri frétt mbl.is um hlaupið. 

Borgarstjóri hljóp fyrsta sprettinn.
Borgarstjóri hljóp fyrsta sprettinn. KRISTINN INGVARSSON
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert