Mikilvægt að aftanívagninn sé í lagi

Eigendur aftanívagna þurfa að huga að mörgu áður en lagt …
Eigendur aftanívagna þurfa að huga að mörgu áður en lagt er af stað. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson

Nú stefnir í mikla ferðahelgi og gera má ráð fyrir því að þung umferð verði á þjóðvegum landsins. Síðustu ár hefur notkun svokallaðra aftanívagna aukist og segir Ómar Smár Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn við umferðardeild lögreglunnar að fylgst sé með notkun þeirra. 

„Við fylgjumst með þeim bæði í tíma og ótíma sérstaklega þegar bað stefnir í ferðahelgar,“ segir Ómar. „Við tökum svona stikkprufur og ef við sjáum eitthvað sem passar ekki við lög og reglur þá tökum við á því.“

Að sögn Ómars er það ýmislegt sem eigendur aftanívagna getað flaskað á við notkun þeirra. Sumir gleyma að tengja þá við rafmagn og aðrir eru ekki með spegla sem ná út fyrir ökutækið. Þá þarf auka spegla. Jafnframt er dekkjabúnaði stundum ábótavant.

„En þeim tilvikum þegar við þurfum að hafa afskipti af svona vögnum fer fækkandi. Fólk notar þetta náttúrulega í ýmsum tilgangi, sérstaklega á sumrin. Það skiptir miklu máli að ökumenn geri sér grein fyrir því að þessir hlutir þurfa að vera í lagi,“ segir Ómar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert