15 milljónir til kynjarannsókna

Jafnréttissjóður auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2016 en tilgangur sjóðsins er að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis.

Samkvæmt auglýsingu forsætisráðuneytisin er gert ráð fyrir að sjóðurinn hafi 15 milljónir króna til ráðstöfunar til styrkúthlutana í ár og að styrkir séu ekki færri en þrír og ekki fleiri en fimm. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti í lok sunnudagsins 23. ágúst 2015 og verður úthlutað úr sjóðnum á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október 2015.

Sjóðurinn var stofnaður árið 2006 hefur fengið 10 milljónir til úthlutunar samkvæmt fjárlögum árlega. Á næsta ári verður svo í fyrsta skipti úthlutað úr nýjum jafnréttissjóði sem samþykktur var á Alþingi þann 19. júní síðastliðinn en sá mun fá 100 milljónir króna á ári af fjárlögum næstu fimm árin, eða samtals hálfan milljarð króna.

 Auglýsingu forsætisráðuneytisins má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert