Rauðhólar brátt að verða „Bláhólar“

Lúpína í Kórahverfi í Kópavogi
Lúpína í Kórahverfi í Kópavogi Ómar Óskarsson

„Þarna er að verða gríðarleg breyting á vernduðu svæði og ef menn sinna því ekki seinna en strax munu menn tapa Rauðhólum sem mosavöxnu svæði,“ segir Jóhann Skírnisson, flugstjóri og íbúi í Grafarholti, en talsverð lúpína hefur verið að taka sér bólfestu í Rauðhólum.

Að sögn Jóhanns eru ekki mörg ár í að Rauðhólar breytist í „Bláhóla“ og að þetta sé kjörið verkefni fyrir krakkana í Vinnuskólanum.

„Við höfum verið í samvinnu við Umhverfisstofnun og sent hópa þangað til þess að reyna að halda henni í skefjum. Markmið okkar er að Rauðhólar verði ekki að Bláhólum, en auðvitað verðum við að grípa þau tækifæri sem við höfum og því lengur sem við bíðum, þeim mun erfiðara verður verkefnið,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, en hann bætir við að það sé á stefnuskránni að vinna á lúpínunni í Rauðhólum.

Ástæðuna fyrir því að ekki hafi verið fyrr tekið á málinu með fullum krafti segir Þórólfur: „Við höfum bara ekki hundrað manns til að senda þangað og málið sé þá bara dautt, við viljum þó og ætlum að vera á tánum þannig að lúpínan dreifi sér ekki um of.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert