Samkeppniseftirlitið hlaut viðurkenningu

Viðurkenningin
Viðurkenningin Ljósmynd/Samkeppniseftirlit

Samkeppniseftirlitið hlaut viðurkenningu fyrir framlag sitt til endurreisnar íslenska hagkerfisins eftir efnahagshrunið 2008 og beitingu samkeppnislaga á krepputímum. Viðurkenningin var veitt á fundi Alþjóðabankans (World Bank) sem haldin var í Washington þann 23. júní. 

Er viðurkenningin liður í að styðja við framkvæmd samkeppnislaga víða um heim.  Um er að ræða samstarfverkefni Alþjóðabankans og Alþjóðasamtaka samkeppnisyfirvalda (International Competititon Network), með þátttöku Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 

Dómnefnd taldi viðbrögð Samkeppniseftirlits eftir hrun til fyrirmyndar. Það var leitað samstarfs við aðila markaðins, fræðimenn og opinbera aðila til að koma í veg fyrir aðgangshindranir og stuðla að opnun markaða. Taldi dómnefndin þetta mikilvægt þar sem samkeppnislög hafa oft verið lögð til hliðar á krepputímum, sem ávallt hefur dýpkað og lengt kreppuástand.

Stofnunin fékk því viðurkenninguna fyrir leiðsagnar- og málsvarastörf sín, sem fólust í áræðni og nýjum aðferðum við að hvetja til þess að samkeppnislögin væru nýtt sem tæki til efnahagslegrar endurreisnar á tímum mikillar kreppu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert