Áhugafólk reytir lúpínu úr mosanum

Lúpína er fljót að taka völdin.
Lúpína er fljót að taka völdin. Ljósmynd/Snorri Baldursson

Áhugafólk um náttúruvernd slítur lúpínu upp úr mosanum við hringveginn um Eldhraun.

Tilgangurinn er að reyna að varðveita gamburmosann og einstakt vistkerfi svæðisins.

Snorri Baldursson, líffræðingur og formaður Landverndar, telur ýmislegt benda til að einhver hafi gert sér að leik að sá lúpínu meðfram veginum, austan við ána Brest. Vonast hann til að hægt verði að hreinsa það upp í sumar. Stórtækari aðgerðir þarf á lúpínubreiðurnar vestan við Brest, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert