Anna H. Pétursdóttir nýr formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur

Anna H. Pétursdóttir.
Anna H. Pétursdóttir.

Á aðalfundi Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur sem haldinn var í gær var Anna H. Pétursdóttir einróma kjörin nýr formaður til 4 ára. Anna tekur við af Ragnhildi G. Guðmundsdóttur sem gegnt hefur formennsku s.l. 10 ár. 

Anna hefur starfað með Mæðrastyrksnefnd í 10 ár og verið fulltrúi Thorvaldsenfélagsins í nefndinni í 5 ár. Þá kom Anna að stofnun menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur árið 2012 og hefur verið gjaldkeri sjóðsins frá upphafi. Menntunarsjóðurinn hefur staðið að fjáröflun og  veitt 101 menntunarstyrk til 70 kvenna, segir í fréttatilkynningu.

Anna H. Pétursdóttir er með BA gráðu í frönskum og þýskum bókmenntum. Hún er 57 ára, gift og móðir þriggja uppkominna barna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert