Sneri við á miðjum veginum

Afturendi vagnsin virðist nánast á leið út í móa.
Afturendi vagnsin virðist nánast á leið út í móa. mbl.is

„Það hlýtur að hafa verið brýn ástæða fyrir þessu,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um ástæður þess að ökumaður strætisvagns á Kjalarnesi ákvað skyndilega að snúa vagninum við á miðjum veginum.

Meðfylgjandi mynd fékk mbl.is frá ökumanni sem var í bíl á eftir strætisvagninum. Sagði sá nokkuð mikla umferð hafa verið á veginum þegar atvikið átti sér stað. Furðaði viðkomandi sig á aðförum strætóbílstjórans, sérstaklega þar sem aðstöðu fyrir vöruflutningabíla væri að finna aðeins norðar. Segir hann viðsnúning vagnsins hafa tekið nokkurn tíma.

Jóhannes hafði sjálfur ekki fengið svör um ástæður viðsnúningsins þegar mbl.is náði af honum tali en segir ökumann vagnsins líklega haft brýna ástæðu til að snúa vagninum við fyrst hann gerði það með þessum hætti.

„Ég geri ráð fyrir að hann hafi farið mjög varlega og að þegar hann hafi tekið beygjuna hafi kannski ekki verið neinn bíll. Maður hefur lent í því sjálfur að stórir bílar hafi verið að snúa við á veginum fyrir framan mann en þá stoppar maður bara.“

Frétt mbl.is:

„Ég þurfti að snarhemla“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert