Árekstur á Arnarneshæð

Tveir voru fluttir á slysadeild.
Tveir voru fluttir á slysadeild. mbl.is/Hjörtur

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Arnarneshæð í Reykjavík fyrr í dag. Hvorugur er þó talinn vera alvarlega slasaður.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þar sem hreinsa þurfti upp olíu eftir áreksturinn. Þá var slökkviliðið einnig kallað út vegna íkveikju í gámi í Vallargerði í Kópavogi. Að sögn slökkviliðsmanns á vakt sem blaðamaður mbl.is ræddi við hefur dagurinn verið mjög erilsamur. 

Þá hafa sjúkra­bíl­ar sinnt 50 sjúkra­flutn­ing­um í dag, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliðinu þykir það mjög mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert