Goslokahátíð „eins og stórt ættarmót“

Fjölbreytt skemmtun er fyrir börn á svæðinu.
Fjölbreytt skemmtun er fyrir börn á svæðinu. Af Facebook-síðu Goslokahátíðarinnar

„Það er mjög líflegt hér í bænum og gaman,“ segir Ómar Garðarsson, fréttaritari í Vestmannaeyjum, þar sem Goslokahátíð fer fram nú um helgina. Er endalokum eldgossins í Heimaey þar fagnað, en í ár eru 42 ár síðan gosinu lauk.

Ómar segir veður með besta móti á svæðinu, 20 stiga hita, logn og blíðu. Þá sé mikill fjöldi fólks á svæðinu. „Það er mikið að aðkomufólki hér um helgina. Brottfluttir fjölmenna hingað, svo þetta er eins og stórt ættarmót,“ segir hann og bætir við að auk þess sé mikið af ferðamönnum.

Hátíðarhöld hófust á fimmtudag og standa fram á sunnudag með fjölbreyttri dagskrá. Má þar nefna Sirk­us Íslands sem verður með sýn­ing­ar á mal­ar­vell­in­um, KK-Band sem kem­ur fram á balli í Höll­inni ásamt Eyþóri Gunn­ars­syni og Bjart­mari og bergrisun­um, sjö tinda göngu frá Stór­höfða og göngu­messu frá Landa­kirkju að gíg Eld­fells og að Stafa­kirkju.

Að sögn Ómars er mikil stemning í bænum og segir hann hátíðarhöld í gær hafa staðið yfir fram á morgun. „Það var tekið á því fram undir morgun og þeir allra hressustu voru að til klukkan fimm í morgun,“ segir hann og hlær.

Hefð er fyrir því að veitingastaðir í bænum bjóði upp á sérstakan goslokamatseðil og margir þeirra eru einnig með lifandi tónlist. Þá hafa verið opnaðar myndlistarsýningar verða víðs vegar um bæinn og er ýmiss konar afþreying er í boði fyrir alla aldurshópa. Þá er árlega golfmótið Volcano Open einnig haldið um helgina.

Dag­skrána í heild má sjá hér.

Bryggjuballið var haldið í gær við góðar undirtektir.
Bryggjuballið var haldið í gær við góðar undirtektir. Af Facebook-síðu Goslokahátíðarinnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert