Tæplega 40% fólks á þrítugsaldri búa enn heima

Erfiðara er fyrir nemendur að flytja að heiman en fólk …
Erfiðara er fyrir nemendur að flytja að heiman en fólk í fullri vinnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæplega 40% Íslendinga á aldrinum 20-29 ára búa heima hjá foreldrum sínum samkvæmt tölum frá Hagstofu.

Það kann að hljóma eins og mikið en í fjölmörgum löndum Evrópu búa 60-80% þessa aldurshóps enn heima, svo sem á Ítalíu, Spáni og Póllandi. Til samanburðar búa þó aðeins um 10% Dana enn heima á aldrinum 20-29 ára.

„Þetta hefur verið að aukast nokkuð hægt en örugglega. Þetta virðist samt vera langtímaþróun frekar en afleiðing kreppunnar. Mér sýnist þetta vera stöðugur stígandi,“ segir Kolbeinn Stefánsson, sérfræðingur í lífskjararannsóknum hjá Hagstofunni, í Morgunblaðinu í dag um stöðuna á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert