Tvö þyrluútköll á örfáum mínútum

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Landhelgisgæslan hafði í nógu að snúast í dag. Klukkan hálf fimm var beðið um aðstoð þyrlu vegna mótorhjólaslyss á Holtavörðuheiði. Maður um fertugt fór út af veginum og óvíst um áverka í fyrstu.

Þegar þyrlan var að leggja af stað var beðið um forgang upp við Gullfoss vegna endurlífgunar, hugsanlega hjartastopp. TF-GNA flaug austur að Gullfossi og var lent með sjúkling við Borgarspítalann um kl. 18:00.

Klukkan rúmlega fimm bað læknir á slysstað á Holtavörðuheiði um breyttan forgang vegna útkalls þar. Þyrlan TF-LIF var send í það sjúkraflug og lenti við Borgarspítalann með sjúkling kl. 18:18. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er ekki algengt að svo mikið álag sé á þyrlum Landhelgisgæslunnar á jafnskömmum tíma og gerðist í dag.

Ekki er vitað hver líðan fólksins er að svo stöddu.

Frétt mbl.is: Hneig niður við Gullfoss

Frétt mbl.is: Flogið með þyrlu á bráðamóttöku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert