Réðust á fólk og höfðu uppi kynþáttaníð

mbl.is/júlíus

Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Klukkan 21:25 var tilkynnt um líkamsárás á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Þrír menn koma akandi og ráðast á fólk sem var þar á göngu. Höfðu áður verið með kynþáttaníð í garð  

Klukkan 18:09 var maður handtekinn á heimili í Kópavogi, grunaður um líkamsárás.  Maðurinn var mjög ölvaður og var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.

Um ellefuleytið voru afskipti höfð af manni í Breiðholti vegna vörslu fíkniefna. Um svipað leyti hafði lögreglan afskipti af ökumanni í Norðlingaholi. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Um kortér yfir þrjú í nótt barst tilkynning um menn sem fóru í óleyfi inn í ólæsta bíla í Grafarholti. Lögreglan hafði afskipti af tveimur mönnum á vettvangi. Mennirnir höfðu ekki náð að stela neinu úr bílunum, en reyndust með ætluð fíkniefni í vösum. 

Klukkan hálftvö í nótt var stúlka flutt úr miðbænum á slysadeild með skurð á höfði.  Stúlkan og vinkona hennar höfðu skollið saman og hafði hún síðan fallið í götuna.

Kortéri síðar var ungur maður handtekinn í Ingólfsstræti og vistaður í fangageymslu sökum ástands.  Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi og gat ekki sagt lögreglu hvar hann ætti heima.

Um hálfþrjú var maður handtekinn við veitingahús í Austurstræti,  grunaður um líkamsárás.  Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Klukkustund síðar var aftur tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi við Austurstræti. Árásarþoli er líklega fótbrotinn og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar. Grunaður árásarmaður handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Um fimm í nótt var loks maður handtekinn í Bankastræti, grunaður um rúðubrot. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls. Fyrir vistun fundust ætluð fíkniefni á manninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert