Þung umferð í borgina

Mikil umferð er nú í bæinn.
Mikil umferð er nú í bæinn. Skjáskot af vef Vegagerðarinnar

Umferð hefur aukist jafnt og þétt í borgina frá því í morgun, en ein stærsta ferðahelgi sumarsins er nú að baki.

Lögreglan á Blönduósi segir umferð í gegnum bæinn hafa verið þunga frá því um hádegi og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur einnig verið stríður straumur ferðamanna úr og í bæinn í dag. Þá hefur umferð einnig verið mikil í gegnum Borgarnes og Selfoss.

Um­ferðin um Vest­ur­lands­veg sem ligg­ur um Kjal­ar­nes hef­ur nú auk­ist mikið frá því í morg­un. Um klukk­an 18 óku 219 bíl­ar um veg­inn á hverj­um 10 mín­út­um og höfðu 8.611 keyrt hann frá miðnætti. Um Suður­lands­veg sem ligg­ur fram­hjá Sand­skeiði óku 184 bíl­ar á hverjum tíu mínútum og höfðu tæplega níu þúsund keyrt þar frá miðnætti.

Vega­gerðin hef­ur á heimasíðu sinni vakið at­hygli á því að vegna fram­kvæmda á Vest­ur­lands­vegi í Mos­fells­bæ geti orðið smá­vægi­leg­ar um­ferðartaf­ir og hef­ur há­marks­hraðinn verið lækkaður í 50 km/​klst. um svæði á milli Þver­holts og Langa­tanga. Þá er einnig unnið að fram­kvæmd­um á Hell­is­heiðinni fyr­ir ofan Hamragils­veg. Á kafla hef­ur því há­marks­hraðinn verið lækkaður niður í 50 km/​​klst. og gæti það tafið um­ferðina frek­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert