Einkaþotuvertíðin brostin á að nýju

Nokkrar einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli síðastliðinn föstudag.
Nokkrar einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli síðastliðinn föstudag. mbl.is/Björn Jóhann

„Stærstu mánuðirnir eru júlí og ágúst. Þá er mikið af stærri vélum. Svo er eitthvað hina tvo mánuðina í kring, en minnst um veturinn.“

Þetta segir Einar Hrafn Jónsson, rekstrarstjóri BIRK Flight Services, sem sinnir þjónustu við einkaflugvélar á Reykjavíkurflugvelli, í Morgunblaðinu í dag.

Einar segir vélum fjölga eftir samdrátt í kjölfar hrunsins. Nú sé von á frá sex og upp í 15 vélar á dag þegar mest sé að gera. Eitt afþreyingarform segir Einar standa upp úr hjá aðkomumönnum um þessar mundir. „Það eru margir að koma í laxinn núna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert