Deilan fer ekki í sumarfrí

Starfsmenn áætla að hefja yfirvinnubann í álverinu í Straumsvík þann …
Starfsmenn áætla að hefja yfirvinnubann í álverinu í Straumsvík þann 1. ágúst. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Gangurinn er hægur í viðræðum verkalýðsfélaga starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík við Samtök atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara.

Deiluaðilar munu funda næst föstudaginn 10. júlí en fyrirhugað er ótímabundið yfirvinnubann starfsmanna álversins frá 1. ágúst næstkomandi. Allsherjarverkfall hefst síðan 1. september verði ekki búið að semja.

Starfsemi ríkissáttasemjara er í lágmarki í júlímánuði en deilan fer ekki í sumarfrí og því munu verða fundir. Ekki er þó vitað hvenær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert