Hlutskipti sumra í lífinu ósanngjarnt

3. júlí hófu Óskar Jakobsson og Gísli Einar Árnason hlaup frá Reykjavík til Akureyrar um Kjöl. Óskar og Gísli ætla að hlaupa um 45-50 km á dag í 9 daga, en það samsvarar rúmu heilu maraþoni á dag, 9 daga í röð.

Verkefnið gengur undir nafninu „Hlaupið heim“ en þá félaga langar að gleðja og styrkja Kristján Loga Kárason, 9 ára vin sinn frá Akureyri sem er mikið fatlaður með því að hlaupa leiðina frá Reykjavík til Akureyrar yfir hálendið um 400 km leið. Í tengslum við hlaupið ætla Óskar og Gísli að vekja athygli á þörfu málefni sem er staða langveikra barna og foreldra þeirra. Auk þess ætla þeir að safna fé í styrktarsjóð Hlaupið heim.

Rúmlega 45 kílómetrar í dag

„Við erum hálfnaðir með hlaup dagsins en við stefnum á Hveravelli í dag. Við erum búnir að hlaupa um 25 kílómetra í dag og það eru 28 kílómetrar eftir inn á Hveravelli,“ sagði Óskar í samtali við mbl.is. „Síðustu þrjá daga höfum við hlaupið 45 kílómetra á dag en þetta verður aðeins rúmlega það í dag.

Hlaupararnir eru góðir vinir pabba Kristjáns Loga. „Ég, Gísli og hann hittumst í fyrra og þá kom hlaupið upp. Ég hef einu sinni áður hlaupið svona hlaup og var alveg til í annað ævintýri.“ Árið 2013 hljóp Óskar 450 kílómetra frá Reykjavík til Ísafjarðar til styrktar Finnboga Erni Rúnarssyni, 12 ára, sem hefur gengið í gegnum miklar raunir.

Ósanngjarnt hlutskipti

„Ég myndi aldrei viðurkenna það!“ segir Óskar þegar blaðamaður spyr hvort þeir séu ekki þreyttir. „Við erum mjög vel þjálfaðir en kannski fær maður líkamlega strengi hér og þar en við erum aldrei að ofreyna okkur.“

Eins og áður kom fram vilja félagarnir vekja athygli á stöðu langveikra barna á Íslandi. „Mér finnst ósanngjarnt hlutskipti í lífinu ef maður eignast ekki heilbrigt barn að maður þurfi í raun og veru að ströggla við að framfleyta fjölskyldunni. 

Hægt er að styrkja Kristján Loga með því að  leggja inn á reikning: 565-14-404427  kt: 141005-3750.

Einnig er hægt að hringja í 901-5220 (2000 kr) og 901-5250 (5000 kr).

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði eru Gísli og Óskar hressir á hlaupunum:

Gísli búinn að vinna í "hausnum" á sér eftir erfiðað morgun. Út kom limra eftir ca. 12 km. Skorum á vini okkar að senda limrur og annan kveðskap til að halda þeim félögum við efnið.

Posted by Hlaupið heim on Sunday, July 5, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert