Hross látið rotna í beitarhólfi

Kári segir ekkert launungarmál að hann og aðrir starfsmenn héraðsins …
Kári segir ekkert launungarmál að hann og aðrir starfsmenn héraðsins hafi oft þurft að sinna útköllum vegna hrossa í eigu mannsins sem á beitarhólfið. Ljósmynd/Kári Ólafsson

Matvælastofnun barst nýlega tilkynning eftir að starfsmenn Fljótdalshéraðs fundu dauðan hest í beitarhólfi. Ljóst er að hræið hafði legið í hólfinu í nokkurn tíma og voru merki um að dýrið hefði verið vanrækt áður en það drapst. 

Kári Ólafsson, verkstjóri í áhaldahúsi Fljótdalshéraðs, fékk símtal frá lögreglu snemma á sunnudagsmorgni í jún. Fimmtán hross voru komin á beit á nokkrum lóðum á Egilsstöðum og þurfti að reka þau inn í beitarhólf. Þegar þangað var komið ráku Kári og aðrir starfsmenn bæjarins augun í hræið.

Kári segir ekkert launungarmál að hann og aðrir starfsmenn héraðsins hafi oft þurft að sinna útköllum vegna hrossa í eigu mannsins sem á beitarhólfið. Kári segir manninn ekki hugsa nógu vel um hestana og segja megi að þeir séu í lausagöngu þar sem girðingar hólfsins séu lélegar og haldi ekki dýrunum. Oft hafi þurft að bregðast við þegar dýrin hafa veirð komin í heyrúllustæður og garða í héraðinu.

Myndir voru teknar af hræinu og sendi Kári þær til yfirdýralæknis. Hann segist ekki hafa kært málið heldur séð ástæðu til að spyrjast fyrir um það. Ekki hafði verið hirt um að grafa hræið og höfðu hófar dýrsins ekki verið snyrtir. 

Upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar sagðist í samtali við mbl.is ekki geta staðfest hvort málið hefði komið til þeirra eða gefið upplýsingar um einstök mál.

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu. 

Ekki hafði verið hirt um að grafa hræið.
Ekki hafði verið hirt um að grafa hræið. Ljósmynd/Kári Ólafsson
Ekki hafði verið hirt um að grafa hræið og höfðu …
Ekki hafði verið hirt um að grafa hræið og höfðu hófar dýrsins ekki verið snyrtir. Ljósmynd/Kári Ólafsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert