Lögreglumanninum ranglega vikið úr starfi

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Nefnd sem skipuð var samkvæmt 27. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ákvað í dag að það hafi ekki verið rétt að víkja lögreglumanninum sem var ákærður í hinu svokallaða LÖKE-máli úr starfi. Þetta staðfestir verjandi lögreglumannsins, Garðar Steinn Ólafsson, í samtali við mbl.is. „Þetta er í fyrsta skipti í tíð starfsmannalaganna sem nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að lögreglumanni hafi ranglega verið tímabundið vikið úr embætti," segir Garðar.

„Mat meirihluta nefndarinnar er að efni ákæru hafi aldrei verið þannig að það hafi varðað lögreglumann embættismissi. Það var fyrst og fremst í fjölmiðlum sem skjólstæðingur minn var borinn alvarlegum sökum, en það byggðist aldrei á neinu nema rætnum lygasögum.“

Lögreglumaðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars og tók aftur til starfa daginn eftir.

Lög­reglumaður­inn var ákærður fyr­ir meint­ar ólög­mæt­ar upp­flett­ing­ar á nöfn­um fjölda kvenna í mála­skrár­kerfi rík­is­lög­reglu­stjóra, LÖKE. Tveir aðrir höfðu upp­haf­lega stöðu grunaðra en mál­in gegn þeim voru felld niður síðasta sum­ar. Lög­reglumaður­inn var einnig ákærður fyr­ir að hafa greint nán­um vini sín­um frá því á sam­skipta­vefn­um Face­book að hann hefði verið skallaður. Taldi sak­sókn­ari að um trúnaðar­brot væri að ræða þar sem at­b­urður­inn tengd­ist lög­reglu­máli.

Daginn fyrir aðalmeðferð í mars féll ríkissaksóknari frá ákærulið 1, sem sneri að þessum meint­u ólög­mæt­um upp­flett­ing­um. Í samtali við mbl.is í kjölfar þess sagði Garðar ástæðuna þá að í ljós hafi komið að upp­lýs­ing­ar sem lög­regl­an á Suður­nesj­um veitti í tengsl­um við rann­sókn máls­ins hafi ekki reynst á rök­um reist­ar.

Sagt var frá því í apríl að rík­is­sak­sókn­ari ætl­ar að áfrýja sýknu­dómi lög­reglu­manns­ins . Að sögn Garðars breytir ákvörðun dagsins í dag engu þegar það kemur að því máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert