Tunglfari á Þingvöllum

Harrison Schmitt á Þingvöllum í gær þar sem Ólafur Örn …
Harrison Schmitt á Þingvöllum í gær þar sem Ólafur Örn Haraldsson kynnti fyrir honum staðhætti. mbl.is/Styrmir Kári

„Tunglið sem blasir við okkur næturhimninum er leyndardómsfullt og hefur á öllum tímum verið verið sveipað dulúð,“ segir tunglfarinn Harrison Schmitt. Hann er einn nokkurra manna sem fóru til tungslsins á árunum kringum 1970 þegar Apollo-áætun Bandaríkjamanna um landnám í heimnum var í algleymi.

Í aðdraganda tunglferðanna komu væntanlegir leiðangursmenn í rannsóknar- og þjálfunarferðir til Íslands - og að því leyti á upphaf landnám mannsins á öðrum hnetti rætur sínar hér. Í þeim hópi var Schmitt, sem kom hingað 1967. Hann og Theresa Fitzgibbon heimsóttu Alþingi í gær og fóru á Þingvelli - Síðar í vikunni heldur Schmitt svo opinn fyrirlestur í HR ferðirnar til tunglsins og staðhætti þar.

Nánar er fjallað um heimsókn Schmitt og rætt við hann í Morgunblaðinu á morgun.

Harrison Schmitt leggur við hlustir á Alþingi. Örlygur Hnefill Jónsson …
Harrison Schmitt leggur við hlustir á Alþingi. Örlygur Hnefill Jónsson lögmaður á Húsavík, sem kemur að heimsókn tunglfarans, í baksýn. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert