Veggjakrotari handtekinn

Unnið að hreinsun á veggjakroti í miðbæ Kópavogs
Unnið að hreinsun á veggjakroti í miðbæ Kópavogs

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt afskipti af manni sem var að spreyja á hús við Fiskislóð.

Maðurinn vildi ekki aðspurður segja til nafns og var því handtekinn og færður á lögreglustöð. Á lögreglustöð kom nafn mannsins í ljós og var hann þá látinn laus, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Um tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð við Stekkjarbakka. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, aka sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna.

Skömmu eftir miðnætti var bifreið stöðvuð við Álfheima eftir að hafa verið ekið á móti rauðu ljósi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Um tvöleytið hafði síðan lögregla afskipti af tveimur konum í austurhluta borgarinnar vegna vörslu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert