Hringdu strax daginn eftir

Urriðafoss í Þjórsá.
Urriðafoss í Þjórsá. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Daginn eftir að þetta fór í gegn hringdu þeir frá Landsvirkjun og sögðust hafa áhuga á því að ræða við okkur.“

Þetta segir Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti sveitarstjórnar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, í Morgunblaðinu í dag og vísar í máli sínu til þess að í síðustu viku var Hvammsvirkjun færð úr biðflokki í nýtingarflokk þegar breytingartillaga umhverfisráðherra við rammaáætlun var samþykkt á þingi.

Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir fulltrúa Landsvirkjunar einnig hafa haft samband nýverið og munu fulltrúar stofnunarinnar koma til fundar við sveitarfélagið í dag þar sem m.a. á að fara yfir næstu skref vegna framkvæmdanna.

19. ágúst 2003 kvað Skipulagsstofnun upp úrskurð vegna mats á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar í Þjórsá. „En þar sem matið er eldra en tíu ára gamalt þarf Skipulagsstofnun að skoða hvort einhverjar breytingar hafa orðið á forsendum,“ segir Ágúst og bendir á að fara þurfi vel yfir alla anga málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert