Reykvíkingar nutu veðurblíðunnar

Góða veðrið gerði svo sannarlega vart við sig í dag í höfuðborginni. Þótt hitinn hafi aðeins farið upp í 14,8 stig þegar mest lét var oft á köflum heiðskírt og margir borgarbúar létu ekki bjóða sér það tvisvar heldur stukku út og nutu blíðunnar.

Mátti sjá marga heimsækja miðborgina og var höfnin sérstaklega vinsæl hjá unga fólkinu. Krakkar á frístundaheimilinu Sólbúum ákváðu að skella sér þangað til þess að dorga. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað hafi bitið á.

Aðrir gæddu sér á ís, kíktu í hjólatúr eða létu einfaldlega sólargeislana leika við sig niðri á Austurvelli eða Klambratúni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert