Sólríkt fyrir vestan

Það verður fínt veður á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Það verður fínt veður á höfuðborgarsvæðinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er heiðskírt á Vestfjörðum og um hádegið verður sól víða á Vesturlandi og Norðvesturlandi. Það er hlýjast á Vesturlandi en með aukinni norðanátt fer að kólna á Norðausturlandi. 

Veðurspá frá Veðurstofu Íslands:

Norðlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-10 m/s. Skýjað með köflum en þokusúld eða rigning við N- og A-ströndina, einkum þó NA-til. Sums staðar lítilsháttar væta S- og SV-lands. Norðlægari á morgun, heldur hægari og fer að rigna á austurhelmingi landsins seinnipartinn. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast um landið SV-vert, en kólnar NA-til undir kvöld á morgun.

Á miðvikudag:
Norðan 3-8 og bjart með köflum, en skýjað A-lands og dálítil rigning þar undir kvöld. Hiti 4 til 16 stig, hlýjast á S- og V-landi.

Á fimmtudag:
Norðlæg átt, 3-8 m/s og bjartviðri SV-lands, en skýjað og dálítil væta fyrir norðan og austan. Hiti 3 til 15 stig, mildast SV-til en kaldast á N-verðu landinu.

Á föstudag:
Norðaustlæg átt, 3-10 m/s og úrkoma á víð og dreif, síst þó á Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Vaxandi norðaustanátt með rigningu, fyrst A-til og hlýnar heldur, víða 5-13 seinnipartinn. Lengst af þurrt SV- og V-lands.

Á sunnudag og mánudag:
Norðaustlæg átt áfram með vætu um mest allt land, síst þó á Vestur- og Suðvesturlandi. Hiti 6 til 15 stig mildast SV-til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert