Telja áríðandi að bæta fjarskipti í dreifbýlinu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að ráðast í úrbætur á örbylgjutengingu. …
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að ráðast í úrbætur á örbylgjutengingu. Sambandið hefur verið sérstaklega slæmt í dreifbýlinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í síðustu viku að ráðast í úrbætur á örbylgjusambandi sveitarfélagsins.

Í fundargerð bæjarstjórnar kemur fram að líklegt sé að tengingu ljósleiðara ljúki ekki innan fimm ára og því þurfi að bregðast við strax. Brýn þörf sé á úrbótum og því verði ráðist í að bæta núverandi kerfi.

Á fundinum var einnig samþykkt að veita bæjarstjóra heimild til að sækja um styrk í fjarskiptasjóð vegna framkvæmdanna og ganga til samningaviðræðna um uppbyggingu á örbylgjusambandinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert