Makríllinn heldur sig sunnarlega

Slæðingur hefur veiðst af makríl fyrir sunnan landið og fjölgar skipum þar jafnt og þétt.

Ingimundur Ingimundarson, útgerðarstjóri uppsjávarskipa hjá HB Granda, segir að skip frá fyrirtækinu hafi verið á veiðum frá Hornafjarðardýpi og vestur á Kötlugrunn.

Spurður segir hann erfitt að átta sig á því hvort makríllinn sé kominn upp að strönd landsins í miklu magni. „Það er erfitt að hafa yfirsýn en þetta er allt í lagi veiði og það er greinilegt að makrílinn er að finna víða,“ segir Ingimundur. Hann segir að makríllinn hafi að mestu haldið sig sunnan við landið, frá Hornafjarðardýpi og vestur að Vestmannaeyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert