Fékk tæpar 8 milljónir fyrir bardagann

Mynd/Árni Torfason

Gunnar Nelson græddi vel á bardaganum sínum um helgina þegar hann fór með sigur af hólmi gegn Brandon Thatch eins og flestir muna eftir. Samkvæmt upplýsingum fréttamiðilsins MMA Junkie fékk Gunnar tæpar 8 milljónir króna fyrir bardagann sjálfan.

Fréttamiðillinn hefur undir höndum lista yfir launin sem keppendurnir um helgina fengu fyrir bardagana sína. Aðeins er þó um að ræða greiðslu fyrir bardagann sjálfan, en auk þess fá flestir keppendur aðrar greiðslur í gegnum styrktaraðila.

Aðalbardagi laugardagskvöldsins var tvímælalaust bardagi Conor McGregor og Chad Mendes. Hlutu þeir báðir 500 þúsund dollara hvor, eða rúmar 67 milljónir króna.

Robbie Lawler, sem sigraði Rory MacDonald fékk 300 þúsund dollara, þar af 150 þúsund dollara í sigurbónus en MacDonald 59 þúsund.

Jeremy Stephens fékk 72 þúsund dollara, þar af 40 þúsund í bónus en Dennis Bermudez, sem laut í lægra haldi fyrir Stephens fékk 34 þúsund dollara. 

Gunnar Nelson fékk 58 þúsund dollara, þar af 29 þúsund dollara í sigurbónus en andstæðingur hans fékk 22 þúsund dollara.

Sjá frétt MMA Junkie

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert