Handtekinn vegna heimilisofbeldis

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í nótt eftir að tilkynnt hafði verið um heimilisofbeldi og líkamsárás á heimili í Austurbæ Reykjavíkur um klukkan 1 í nótt. 

Var maðurinn vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Var öllum sleppt að loknum sýnatökum. Á einum þeirra fundust fíkniefni sem voru haldlögð.

Einn ökumaður var stöðvaður sem var réttindalaus í akstri. Tók hann bifreiðina í leyfisleysi og var aðeins með æfingaakstursleyfi. Var honum ekið til síns heima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert