Katrín Tanja sigraði á heimsleikunum

Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð uppi sem sigurvegari.
Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð uppi sem sigurvegari. Af Facebook-síðu Heimsleikanna

Katrín Tanja Davíðsdóttir sigraði á heimsleikaunum í crossfit í Los Angeles en hún sigraði í síðustu grein mótsins og innsiglaði þar með frábæran árangur sinn yfir helgina. Katrín var fyrir lokadaginn í þriðja sæti, en Ragn­heiður Sara Sig­munds­dótt­ir var þá í fyrsta sæti. Hún lenti í vandræðum í síðustu þrautinni og datt við það niður í þriðja sætið.

Í dag fóru fram síðustu tvær greinarnar, en þær ganga undir nafninu Pe­dal to the Metal 1 og Pe­dal to the Metal 2. Bæði Katrín og Ragnheiður kláruðu ekki fyrri greinina, en ákváðu þess í stað að spara kraftana fyrir lokagreinina sem byrjaði strax í kjölfarið. Katrín Tanja fór strax á flug og hélt forystu allan tímann. 

Katrín fékk í heildina 790 stig eftir greinarnar 13 sem keppt var í, en Ragnheiður endaði með 743 stig, sem dugði til að vinna bronsverðlaunin. 

Þetta er í þriðja skiptið á síðustu fimm árum sem fyrstu verðlaun í kvennaflokki hafa farið til Íslands, en áður hafði Annie Mist Þórisdóttir unnið tvisvar til verðlauna.

Áður hafði Björg­vin Karl Guðmunds­son náð bronsverðlaunum í karlaflokki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert