Ljósálfur alsæll í sérhannaðri lopapeysu

Heimalningarnir á Svalbarði eru allir mjög mannelskir.
Heimalningarnir á Svalbarði eru allir mjög mannelskir. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Móálfur, Ljósálfur og Svartálfur eru heimalningar á bænum Svalbarði í Þistilfirði.

Litlu hrútarnir þrír eru allir mjög mannelskir og fylgja bóndanum Magnúsi Þorlákssyni við hvert fótmál. Krefjast þeir töluverðrar umönnunar en fimm sinnum á dag fá þeir mjólkurpela, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Einn þeirra, Ljósálfur, sprangar nú um í lopapeysu í sauðalitunum. Hann missti ullina að hluta og gat því ekki einn og óstuddur haldið á sér hita í þeirri köldu veðráttu sem herjað hefur á Norðausturland í sumar en dæmi eru um að snjór hafi fallið um miðjan júlí norðan Vatnajökuls.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert