Ráðist ekki af almannarétti

Það vakti hörð viðbrögð í mars í fyrra þegar Landeigendafélag …
Það vakti hörð viðbrögð í mars í fyrra þegar Landeigendafélag Geysis ákvað að taka gjald af þeim sem heimsóttu svæðið. mbl.is/Golli

Ef landeiganda er heimilt að takmarka för almennings um óræktað land sitt utan byggðar af því að förin gengur um of á hagsmuni hans, þá er honum líklega heimilt að leyfa hana gegn gjaldi.

Almannaréttur getur takmarkað heimildir landeigenda til gjaldtöku en máli skiptir þó að för almennings rúmist innan þeirra heimilda sem rétturinn veitir. Stóraukinn fjöldi þeirra sem nýta sér almannaréttinn getur haft áhrif á heimildir til gjaldtöku.

Þetta er meðal niðurstaðna Jóhanns Fannars Guðjónssonar í meistararitgerð hans við lagadeild HR, þar sem viðfangsefnið var að svara hverjar heimildir landeigenda væru til gjaldtöku fyrir för fólks um eignarlönd. Í ritgerðinni var því svarað hvort gjaldtaka væri heimil og hvort hún sætti sérstökum takmörkunum, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert