Hertar kröfur um heilsufar

Blundað í bílnum Kæfisvefn getur valdið syfju, jafnvel undir stýri.
Blundað í bílnum Kæfisvefn getur valdið syfju, jafnvel undir stýri. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lágmarkskröfur um andlega og líkamlega hæfni til að stjórna vélknúnu ökutæki hafa verið hertar með nýrri breytingu á reglugerð um ökuskírteini (830/2011).

Taugasjúkdómar og kæfisvefn hafa nú bæst við þá sjúkdóma sem taldir voru upp í III. viðauka reglugerðarinnar og þarf að athuga í tengslum við útgáfu og endurnýjun ökuskírteina.

Hvorki má gefa út né endurnýja skírteini fyrir umsækjanda sem haldinn er alvarlegum taugasjúkdómi, nema umsóknin sé studd áliti þar til bærs læknis. Í því sambandi skal taka tillit til truflana í taugakerfi sem koma fram í slakri skynjun eða hreyfigetu og hafa áhrif á jafnvægi og samhæfingu, vegna áhrifa þeirra á starfshæfni og hættu á að einkennin aukist. Útgáfa eða endurnýjun ökuskírteinis getur í þeim tilvikum verið háð reglulegu endurmati þegar hætta er á að ástand versni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert