Mótorhjóli stolið við Landmannalaugar

Hjólið sem hvarf.
Hjólið sem hvarf.

Frá hálendisvakt björgunarsveitarmanna berast þær fregnir að mótorhjóli þýskra ferðamanna hafi verið stolið skammt frá Landmannalaugum. Hjólið bilaði við Kirkjufellsós í fyrradag, en þegar gera átti við það í morgun var það horfið.

Ferðalangarnir þýsku voru á ferð um Fjallabak þegar hjólið bilaði. Þeir komu sér í Landmannalaugar þar sem þeir biðu eftir því að fá senda varahluti úr Reykjavík, en þegar komið var að í morgun var það á burt.

Um er að ræða svart Buell 1200, en þýskt skráningarnúmer hjólsins er OA FM8. Þeir sem geta veitt upplýsingar um hvarf þess eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 444-2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert