Ótrúleg umgengni í Flóa

Tveir hausar af nautgripum mara í hálfu kafi í friðlandinu …
Tveir hausar af nautgripum mara í hálfu kafi í friðlandinu í Flóa. Ljósmynd/Magnús Bergsson

„Ég var í friðlandinu austur í Flóa í síðustu viku, við hljóðupptökur, þegar ég rakst á illa þefjandi hausa af nautgripum í skurði norður af fuglaskoðunarhúsinu,“ segir Magnús Bergsson, fuglaáhugamaður, í Morgunblaðinu í dag.

Magnús kveðst telja líklegt að einhver umhverfissóði hafi hent tveimur nautgripahausum í skurðinn, sem hann telur vera óðs manns æði, vegna þess að á svona stöðum séu vatnaskipti mjög hæg.

„Ég átti til að byrja með erfitt með að sjá hvað þetta var þarna í skurðinum, en ýldulyktin var mjög stæk. Mér finnst þetta ótrúleg umgengni við þetta friðaða svæði. Þarna koma margir til að skoða fugla,“ segir Magnús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert