Ráðist á öryggisvörð í verslun

Tveir þjófanna gista fangageymslu
Tveir þjófanna gista fangageymslu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan var kölluð út í verslun í vesturbænum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en þar hafði þjófar ráðist á öryggisvörð sem reyndi að hindra þá við iðju sína.

Fjórir menn höfðu komið inn í verslunina og hafði einn reynt að ná athygli öryggisvarðarins meðan hinir þrír náðu í vörur. 

Öryggisvörðurinn sá hvað var í gangi og fór að útgöngudyrum þar sem hann reyndi að stöðva mennina er þeir ætluðu út.  Hann lenti í átökum við einn mannanna og var með hann í tökum er lögregla kom en  tveir menn komust burt.  

Tveir menn handteknir og vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn máls. Öryggisvörðurinn ætlað á slysadeild til að kanna með meiðsl. 

Myndavélakerfi er í versluninni og er talið vitað hvaða menn voru á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert