Þúsundir flytja til og frá landinu

Margir hafa flutt frá landinu síðan 2009.
Margir hafa flutt frá landinu síðan 2009. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á fyrri hluta ársins fluttu 1.140 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en frá landinu. Með þeirri viðbót hafa alls 5.264 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá landinu frá ársbyrjun 2012.

Þróunin er þveröfug hjá íslenskum ríkisborgurum. Á fyrri hluta ársins voru brottfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram aðflutta alls 490 og samtals 2.222 frá ársbyrjun 2012.

Þetta má lesa út úr nýjum mannfjöldatölum Hagstofu Íslands sem fjallað er um í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert