Aðstæður í Japan framandi

Það er mikið stuð hjá þeim 80 skátum á aldrinum 14-20 ára sem eru á Heimsmóti skáta en það er haldið í borginni Yamaguchi í Japan þetta árið. Í gærkvöldi var setningarathöfn þar sem fulltrúar þeirra rúmlega 140 þjóða komu fram og bar Halldór Valberg fána Íslands.

Aðstæður í Japan eru íslensku skátunum framandi en hitastigið hefur verið um 34 gráður og einnig er mikill raki í loftinu. Einnig eru matur og drykkir ólíkir því sem íslensku skátarnir eiga að venjast.

Alls eru um 32.000 skátar á mótinu og því einstakt tækifæri til að hitta fólk frá öllum heimshornum. Dagskráin hófst í dag og eru friðar- og umhverfismál fyrirferðamikil í þeim verkefnum sem skátarnir vinna.

Skátastuð á Heimsmóti í Japan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert