Áfengisleyfum fjölgar um 640% á 22 árum

Á 22 árum fjölgaði vínveitingaleyfum á Íslandi um 640%. Árið 1992 voru leyfin 134 en í október 2014 voru þau orðin 857.

Þetta kemur fram í skýrslu Áfengis- og vímuvarnarráðs 2001 sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Í fyrra höfðu verið útgefin 493 vínveitingaleyfi til veitingastaða í flokki II sem þýðir að starfsemin er ekki til þess fallin að valda ónæði. Þá höfðu 364 leyfi verið útgefin til veitingastaða í flokki III, en þar er heimilað að leikin sé hávær tónlist og afgreiðslutími er lengri en til kl. 23. Staðir í flokki III myndu í daglegu tali kallast skemmtistaðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert