Framvísaði fölsuðu vegabréfi

Fá flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Fá flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Sigurgeir

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrr í vikunni 24 ára gamlan karlmann frá Sómalíu í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsku vegabréfi í flugstöð Leifs Eiríkssonar mánudaginn 20. júní síðastliðinn. Þá var hann á leiðinni í flug með Icelandair til Toronto.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá og kemur það til frádráttar fangelsisvistinni.

Framvísaði maðurinn sænsku vegabréfi í blekkingarskyni, en hann játaði skýlaust brot sitt.

Með vísan til eðlis brotsins og hliðsjón af almennum varnaðaráhrifum refsinga taldi dómurinn ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna.

Dómur Héraðsdóms Reykjaness

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert