Kríuvarp eykst hratt í Vatnsmýrinni

Kríur í Vatnsmýri.
Kríur í Vatnsmýri. mbl.is/Árni Sæberg

Kríuvarp hefur aukist talsvert í friðlandinu í Vatnsmýri. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir kríuhreiðrin þar hafa verið 40 í fyrra en nú séu þau fleiri en 100.

Tilkoma kríunnar er jákvæð fyrir aðrar fuglategundir, þar sem krían er aðgangsharður fugl sem hjálpar t.d. til við að halda í burtu mávum og hröfnum.

Því hefur andavarp aukist í friðlandinu og í sumar hefur sést til a.m.k. fimm andategunda verpa á svæðinu. Varpinu stendur ógn af aðskotaplöntum sem eru að breiða úr sér í friðlandinu, að því er fram kemur í umfjöllun um varpið í Vatnsmýrinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert