Þrettán ára drengur fluttur á slysadeild

mbl.is/Þórður

Þrettán ára drengur var fluttur á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri á áttunda tímanum í kvöld eftir árekstur, lemstraður og með áverka á fæti.

Slysið varð þegar drengurinn hjólaði á mikilli ferð niður hjólastíg. Tókst honum ekki að stansa við gangbraut yfir Þórunnarstræti með þeim afleiðingum að hann lenti á hjólhýsi sem var í eftirdragi pallbíls. Drengurinn hlaut talsvert högg við áreksturinn, kastaðist af hjólinu og lenti á götunni.

Að sögn lögreglu fór betur en á horfðist, en drengurinn var með hjálm sem mölbrotnaði við áreksturinn. Málið er í hefðbundinni rannsókn hjá lögreglu en ekki er talið að um saknæma háttsemi ökumanns hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert