Menntaskólinn á Ísafirði glímir við kennaraskort

Framboð iðnkennara annar ekki eftirspurn eftir iðnnámi á Ísafirði.
Framboð iðnkennara annar ekki eftirspurn eftir iðnnámi á Ísafirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Allt stefnir í skort á iðngreinakennurum á komandi skólaári í Menntaskólanum á Ísafirði.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari skólans, að ástæðurnar fyrir þessu séu mismunandi eftir námsgreinum.

„Skýringin í trésmíðagreinunum er uppgangur í byggingariðnaði á svæðinu. Launin hafa eitthvað að segja um vélstjórn og vélvirkjun. Þótt laun kennara hafi hækkað talsvert eru laun vélstjóra hærri. Stundum eru kennarar líka ekki með réttindi,“ segir Jón Reynir. Hann segir aðsóknina þó góða í iðngreinarnar, allar nema rafiðn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert