Sjálfsmyndir og drónar í brúðkaupum 21. aldar

Töluvert meira er um brúðkaup í sumar en fyrri ár, …
Töluvert meira er um brúðkaup í sumar en fyrri ár, að sögn séra Sigurðar. mbl.is/Sigurður Ægisson

Séra Sigurður Ægisson, prestur á Siglufirði, segir giftingar hafa verið í miklu fastari skorðum þegar hann var að byrja fyrir 30 árum, bæði hvað varðar tónlistarval og umgjörðina.

Hann smellti af sjálfsmynd eftir að hafa gefið saman hjón í Hólskirkju í Bolungarvík fyrir tæplega hálfum mánuði við mikla lukku brúðkaupsgesta og eins gaf hann saman hjón á dögunum þar sem hringarnir voru afhentir með aðstoð dróna.

Frétt mbl.is: Dróni kom með giftingarhringanna

Þá gifti hann par á Múlakollu, efsta hluta Ólafsfjarðarmúla, í apríl og fór Sigurður upp með snjótroðara. „Það er bara hið besta mál,“ segir Sigurður í umfjöllun um formbreytingar brúðkaupa.

„Ég var skírður og fermdur í þessari kirkju og dóttir okkar Birnu er skírð í henni,“ segir Rögnvaldur Magnússon, golfkennari hjá Golfklúbbnum Odda, en á dögunum gekk hann að eiga unnustu sína, Birnu Pálsdóttur, sérkennslustjóra á leikskólanum Austurborg. Hin nýgiftu hjón eiga einnig saman dreng, en sá var skírður í borginni.

Rögnvaldur segir að hann hafi aðeins farið fram á tvo hluti varðandi brúðkaupið, að velja kirkjuna og prestinn. Giftingin var í Hólskirkju í Bolungarvík og presturinn var Sigurður Ægisson, prestur í Siglufjarðarkirkju, en hann er í miklu uppáhaldi hjá Rögnvaldi.

Spurður um sjálfsmyndina sem hann smellti af í Hólskirkju segir séra Sigurður að Birna hafi spurt hann á æfingunni kvöldið fyrir brúðkaupið hvort hann væri til í að smella af mynd. „Það var minnsta málið. Þetta eru engin helgispjöll,“ segir Sigurður en honum finnst í lagi að nýta tæknina fyrst hún er til staðar. „Það er flott hugmynd að eiga mynd af þessu augnabliki, rétt eftir hjónakossinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert