Fjögurra stjörnu hótel við bátadokkina

Sigló Hótel nýtur sín mjög vel við smábátahöfnina á Siglufirði …
Sigló Hótel nýtur sín mjög vel við smábátahöfnina á Siglufirði og setur svip sinn á umhverfið. mbl.is//Sigurður Ægisson

Sigló Hótel, með gistirými fyrir allt að 140 manns, er risið í gamla síldarbænum yst á Tröllaskaga, nánar tiltekið að Snorragötu 3.

Það var formlega opnað 19. þessa mánaðar og er nýjasta skrautfjöðrin í hatt Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, enda hið glæsilegasta í alla staði og einn liður í mikilli uppbyggingu hans þar í firði, sem hófst fyrir nokkrum árum og sér ekki fyrir endann á.

Hótelið nýja, sem byggt er út í smábátahöfnina, er á tveimur hæðum, klætt timbri að utan. Herbergi eru 68 talsins, flest svokölluð classic-herbergi, 23 m2 að stærð, með tvíbreiðu rúmi, búin hágæða rúmfötum, að því er fram kemur í umfjöllun um hótelið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert